Um mig – til þín

Ég heiti Ásta Guðrún Helgadóttir og er 26 ára gömul, og er sitjandi þingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Ég sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata á höfuðborgarsvæðinu – og þessi siða er fyrir þig til þess að kynna mig aðeins fyrir þér!

Áherslur og stefnur

Ég hef skoðanir á ýmsu og stefnur í öðru. Ég hef reynt að vanda til verka í störfum mínum á Alþingi með því að velja mér ákveðin málefni til þess að fylgjast vel með og kafa ofan í. Ég er ‘nörd’ þegar það kemur að málefnum – ég læri heima og verð mjög áhugasöm um ákveðin málefni. Það hefur sína kosti og galla – það að mér finnist eins og ég geti ekki komist yfir allt enda rosalega mikið af efni sem fer í gegnum þingið á hverjum degi. En það hefur líka sína kosti – að vera nefnilega vel upplýst um málefnin, en ég hef ávallt grunnstefnu Pírata til hliðsjónar við vinnu mína á Alþingi.

Lýðræði á 21. öldinni

Lýðræði er í mínum huga meira heldur en kosningar á fjögurra ára fresti. Lýðræði fyrir mér er að gera fólki kleift að vera virkur þátttakandi í stjórnmálum, geta fengið upplýsingar um stjórnvöld sín og hvernig sameiginlegum fjármunum okkar er varðveitt.

Menntun, unga fólkið og LÍN

Menntamál eru mér mjög hugleikin – enda tel ég menntun vera forsenda þess að einstaklingur geti verið virkur lýðræðisþegn og tekið upplýstar ákvarðanir.

Stjórnkerfið og Píratar

Fólk spyr sig, hvað eiga Píratar erindi á þing? Mig langar til að nota þetta tækifæri til þess að útskýra afhverju Píratahreyfingin á erindi inn í stjórnkerfið okkar, sem þingmenn, borgarfulltrúar og jafnvel ráðherrar.

Efnahagurinn og framtíðin

Hrunið 2008 var köld vatnsgusa í fésið á íslensku þjóðinni. Við þurfum að snúa blaðinu við og hugsa um efnahagsmál á mun breiðar og sjálfbærari grunni heldur en við höfum áður gert. Fyrir setu mína á þingi þá settist ég niður og byrjaði að lesa Rannsóknarskýrslu Alþingis um orsök og afleiðingu af bankahruninu 2008. Þar var reifað hvernig íslenskir stjórnmálamenn, viðskiptamenn og bankamenn höfðu vafið kerfið um fingur sér, til þess að sjá til þess að einstaklingar kæmur ríkari út úr þessari bólu en áður. Innistöðulaus lán sem voru gjaldfelld – upp á milljarða, en nú er búið að komast að því hvert peningurinn fór. Til Panama.